Stapadraugurinn

Vogastapi, Sveitarfélagið Vogar

Stapadraugurinn hefur verið á sveimi nálægt Vogastapa á Reykjanesi í margar aldir. Ef það er þá sami draugurinn því frásagnir af honum eru mjög mismunandi. Í elstu sögunum er draugurinn lífshættulegur, seinna óhugnanlegur en meinlaus, og stundum hjálpsamlegur.

Nálægt Vogastapa

Af fyrirbærum á þessum stað sem sagt hefur verið frá má nefna huldufólk, skrímsli, drauga og að minnsta kosti ein saga frá fimmta áratugnum er um óþekkta fljúgandi hluti.

Frá því snemma á öldum lá þjóðleið um Vogastapa og alveg frá fystu tíð ráðlögðu heimamenn ferðalöngum að fara þar ekki yfir í myrkri. Skiljanlega því þarna töpuðu margir lífinu og sumir hreinlega hurfu. Ef til vill gengu þeir fyrir björg eða fuku á haf út.

Þar að auki var á svæðinu hefnigjarn draugur sem réðist stundum á ferðamenn og reyndi að drepa þá. Það var sagður hafa verið vinnumaður sem var neitað um næturgistingu á bæ þar nálægt og varð úti á Grímshól.

Öðrum stundum sást til draugsins ganga um með hausinn undir annari hendi, eða þá að hann heilsaði vegfarendum með að taka það ofan. Síðar þegar fyrsti bílvegurinn var lagður þar nálægt sem þjóðleiðin lá, þá aðlagaði draugurinn sig því. Frá 1927 er saga af því þegar stapadraugurinn fékk far með vörubíl. Þegar hann var beðinn um að horfa aftur og sjá hvort það væru fleiri vörubílar fyrir aftan, tók hann af sér hausinn og hélt honum út um gluggan.

Það eru margar sögur af draugnum fá far með bílum. Hann var oft tekinn upp í af grunlausum ökumönnum, svaraði ekki ef til hans var talað og var svo skyndilega horfinn úr bílnum á ferð, eða hann sást í baksýnisspegli þar sem hann sat í aftursætinu en var farinn þegar ökumaðurinn leit aftur.

Á fimmta áratugnum stundum unglingar frá höfuðborgarsvæðinu það að keyra til Keflavíkur á nóttinni til að heimsækja einu sjoppuna á landinu sem var með næturopnun, þökk sé nálægð við alþjóðaflugvöllinn og herstöðina. Eitt sinn hitti bíll í slíkum leiðangri fyrir tvö lítil, fljúgandi fyrirbæri í laginu eins og hvirfilbylir. Þeir eltu bílinn nokkra stund og ollu rafmagnstruflunum áður en þeir hurfu aftur sína leið.

Í annað skipti voru tveir unglingar í vegavinnu við lagningu Reykjanesbrautarinnar. Þeir áttu frí og ákváðu að fara að leita eggja í bjarginu þar skammt frá. Annar þeirra féll niður á sillu og missti meðvitund, þegar hinn reyndi að hjálpa komst hann í sjálfheldu. Þá birtist blá hönd sem hjálpaði honum yfir á sylluna þar sem félagi hans lá. Á leiðinni til baka birtust tvær hendur sem togaði þá báða yfir á næstu sillu. Þessar hendur voru sagðar tilheyra hinum frækna fiskimanni, Stjána blá sem druknaði út af Vogastapa. Hendur hans urðu bláar eftir að þær brendust, og strákurinn sem þurfti á björgun að halda níu árum eftir dauða hans var sonur hans.

Önnur dæmi um hjálpsemi draugsins er að hann hefur oft birst rétt áður en springur á bíldekkjum, þannig að ökumenn hægja á sér við að sjá hann og þannig forðað verri slysum.

Flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland keyra fram hjá Vogastapa á leið sinni til og frá Leifstöð. Þeir gætu litast um þegar farið er fram hjá afleggjaranum til Grindavíkur og séð hvort einhverjir auka farþegar hafi birst um borð.

Gamalt kort af Vogastapa - map.is
Vogastapi - map.is

Heimildir