Gullskipð
Skeiðarársandur. Hornafjörður
Þann 19. september árið 1667 í ofsaveðri og sunnanstormi strandaði á Skeiðarársandi, hollenskt kaupskip hlaðið dýrum farmi og með um 200 áhafnarmeðlimi og farþega. Flestum eða öllum tókst að komast frá borði en einungis um einn fjórði komst lifandi af sandinum. Kuldinn og stórsjórinn náði hinum. Sjórinn gróf skipið í sand en í um hundrað ár stóðu möstrin upp úr yfirborðinu, þangað til þau voru söguð af og notuð í smíðavið. Eftir það týndist flakið og gerðar hafa verið margar tilraunir til að finna það aftur og þau verðmæti sem mögulega eru enn í því.