Gullskipð

Skeiðarársandur. Hornafjörður

Þann 19. september árið 1667 í ofsaveðri og sunnanstormi strandaði á Skeiðarársandi, hollenskt kaupskip hlaðið dýrum farmi og með um 200 áhafnarmeðlimi og farþega. Flestum eða öllum tókst að komast frá borði en einungis um einn fjórði komst lifandi af sandinum. Kuldinn og stórsjórinn náði hinum. Sjórinn gróf skipið í sand en í um hundrað ár stóðu möstrin upp úr yfirborðinu, þangað til þau voru söguð af og notuð í smíðavið. Eftir það týndist flakið og gerðar hafa verið margar tilraunir til að finna það aftur og þau verðmæti sem mögulega eru enn í því.

Leyniblót í Goðdal

Goðdalur. Kaldrananeshreppur

Eins og sjá má á íslandskorti er Goðdalur í Bjarnarfirði mjög afskektur. Hann er á Vestfjörðum, landshluta sem margir ferðamenn sleppa alveg að skoða á hringferð um landið, og á fáförnum stað þess landshluta. Þangað liggur einungis einn vegslóði sem er ófær á vetrum, öllum nema stærstu bílum.

Reynistaðarbræður

Kjölur. Bláskógabyggð

Laugardaginn 28. október 1780 lögðu tveir ungir bændasynir ásamt þremur vinnumönnum af stað upp á hálendið með hóp tvö hundruð sauðfjár og sextán hesta. Ætlunin var að reka hópinn frá Suðurlandi, yfir Kjöl sem er svæði milli Langjökuls og Hofsjökuls, norður til Reynistaða í Skagafirði. Margir vöruðu þá við að reyna að fara þessa leið á þessum árstíma, en þeir afþökkuðu boð um vetrardvöl. Daginn eftir skall á stórhríð sem stóð í marga sólarhringa.

Skyggna stúlkan frá Öxnafelli

Öxnafell. Eyjafjarðarsveit

Margrét Jónsdóttir Thorlacius fæddist árið 1908. Það kom snemma í ljós að hún sæi meira en flestir aðrir. Huldufólk og bústaði þeirra. Framliðnar manneskjur og dýr. Hún fór sálförum og gat lýst stöðum sem hún hafði aldrei komið á, og hún gat spáð fyrir um framtíðina. Snemma á unglingsaldri var fólk af Norðurlandi og víðar að farið að biðja hana fyrir skilaboð til andalæknisins Friðriks sem hún starfaði með.

Álagablettur í Utanverðunesi

Hegranes. Skagafjörður

Hegranes er fyrir botni Skagafjarðar. Það nær um tíu kílómetra inn í landið en nyrsti hluti þess sem heitir Utanverðunes er út í fjörð. Fyrir þúsundum ára var nesið eyja og þar er sögð vera ein þéttasta huldufólksbyggð landsins.

Gagnnjósnarinn

Finnafjörður, Langanesbyggð

Það var norðaustan kafaldsbylur, aðfaranótt 6. apríl 1942, þegar þýski kafbáturinn U-252 kom upp á yfirborðið í Finnafirði hjá Langanesi. Þetta ár var Orrustan um Atlantshafið í hámarki og frá borði fór maður sem sendur var til að njósna um bandamenn. Með senditæki og vopnaður skammbyssu réri hann á gúmmíbát í átt að briminu við ströndina og komst á land við illan leik eftir að hafa steytt á skeri, en kafbáturinn sigldi suður og var sökkt með allri áhöfn átta dögum seinna vestur af Biscayaflóa.

Rómversku peningarnir

Bragðavellir, Múlaþing

Á Austfjörðum hafa fundist þrír rómverskir koparpeningar. Tveir nálægt bænum Bragðavöllum í Hamarsfirði, í rústum bæjar sem er talinn hafa verið frá landnámsöld og einn fannst um 25 kílómetrum sunnar, á söndunum milli Hvalsness og Krossaness. Fundur rómverskrar myntar af þessari tegund er mjög sjaldgæfur á Norðurlöndum enda höfðu þeir ekkert verðgildi vegna lítils silfurinnihalds.

Útilegumenn í Þórisdal

Geitlandsjökull, Grímsnes- og Grafningshreppur

Í þjóðsögum eiga útilegumenn sinn eigin flokk og eru upprunalega útlagar sem flúið höfðu inn í óbyggðir og ýmist haft með sér fjöskyldu sína eða rænt konum úr byggðum. Afkomendur þeirra kölluðust fjallabúar og lifðu einangraðir, kynslóð fram af kynslóð í óbyggðum, allt frá tímum Íslendingasagna.

Miklubrautarbrottnámið

Gatnamót Miklu- og Háaleitisbrautar, Reykjavík

Eins og víðast hvar í heiminum eru FFH, fljúgandi furðuhlutir, vel þekkt fyrirbæri á Íslandi. Flestir þekkja einhvern sem hefur séð á himni eitthvað óþekkt og undarlegt. Frásagnir af slíku rata þó sjaldan í fjölmiðla og yfirleitt ekki nema mynd náist af fyrirbærinu.

Sæmundur fróði

Oddi á Rangárvöllum, Rangárþing ytra

Sæmundur Sigfússon, hinn fróði, fæddist árið 1056 og varð ættfaðir Oddaverja, einnar af merkustu höfðingjaættum Sturlungaaldar. Hann var mikilsvirtur klerkur og fræðimaður, áhrifamikill innan kirkjunnar og ráðgjafi biskups. Hann er líka þekktasti galdramaður Íslands sem sögur fara af.

Þuríður formaður

Stokkseyri, Árborg

Árið 1827 var framið rán á bænum Kambi í Flóa sem vakti óhug meðal landsmanna og var síðar oft nefnt í sömu andránni og tvö önnur illræmd sakamál nítjándu aldar; morðin á Sjöundá sem framin voru 1802 og morðin á Illugastöðum 1828. Rannsóknin á Kambsráninu og réttarhöldin vegna þess urðu þau viðamestu í íslandsögunni fram að því.

Strandarkirkja

Selvogur, Ölfus

Á berangri og fyrir opnu hafi stendur lítil og látlaus sveitakirkja. Hún lætur ekki mikið yfir sér en er þó frægasta kirkja Íslands. Hún er líka sú ríkasta vegna þeirra áheita sem til hennar berast og hafa gert lengi. Einungis er staðið við áheitin ef það sem beðið er fyrir rætist. Því er ríkidæmið helsta sönnunin fyrir mætti hennar.

Kleifarvatnsskrímslið

Kleifarvatn, Grindavíkurbær

Skammt frá Hafnarfirði á leiðinni til Krýsuvíkur er Kleifarvatn sem er þriðja stærsta stöðuvatnið á Suðurlandi og eitt af dýpstu vötnum landsins. Þess er getið í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar og hafa þeir eftir frásagnir fólks úr sveitinni sem séð hafa og óttast ókennileg kvikindi í vatninu. Nær okkur í tíma er frásögn rjúpnaskyttu sem var á veiðum nálægt vatninu með frænda sínum en þeir sáu sömuleiðis óþekktar skepnur í vatninu sem stigu á land.

Stapadraugurinn

Vogastapi, Vogar

Stapadraugurinn hefur verið á sveimi nálægt Vogastapa á Reykjanesi í margar aldir. Ef það er þá sami draugurinn því frásagnir af honum eru mjög mismunandi. Í elstu sögunum er draugurinn lífshættulegur, seinna óhugnanlegur en meinlaus, og stundum hjálpsamlegur.

Silfur Egils Skallagrímssonar

Mosfell, Mosfellsbær

Egill Skallagrímsson var uppi á tíundu öld og var samkvæmt Egils sögu víkingur, skáld, berserkur og seiðkarl. Þegar hann fann dauðann nálgast, tók hann silfur sitt og faldi það einhvers staðar á eða nálægt Mosfelli í Mosfellsdal.